Keflavíkurstúlkur sýndu mikla seiglu þegar þær lögðu Hauka 94-89 í framlengdum háspennuleik í Keflavík í dag. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.
Íslandsmeistarar Hauka virtust hafa leikinn í hendi sér þegar stutt var eftir af leiknum en heimamenn náðu að jafna leikinn í 81-81 og því varð að framlengja.
Keflavík og KR eru því komin í 1-0 stöðu í rimmum sínum við Hauka og Grindavík í undanúrslitunum, en síðarnefndu liðin eiga næst heimaleiki.
Grindavík og KR eigast við í Grindavík á morgun.