Körfubolti

KR-stúlkur í úrslit gegn Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
KR vann heimasigur í kvöld.
KR vann heimasigur í kvöld.

Í kvöld fór fram oddaleikur KR og Grindavíkur í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Leikið var í Vesturbænum og unnu heimastúlkur sigur 83-69.

KR er því komið áfram í úrslitaeinvígið þar sem mótherjinn er Keflavík en tímabilinu hjá Grindavík er lokið. Fyrsti úrslitaleikur Keflavíkur og KR verður á laugardaginn.

Eftir fyrsta leikhluta í leiknum í kvöld var Grindavík með fjögurra stiga forskot en í öðrum leikhluta náðu KR-stúlkur yfirhöndinni og höfðu yfir 40-33 í hálfleik. Forysta KR fyrir síðasta leikhlutann var fimm stig en í síðasta leikhlutanum var liðið mun sterkari aðilinn.

„Þessi sannfærandi sigur sýnir að við erum vel stemmdar í næsta einvígi. Mér lýst vel á að mæta Keflavík, við höfum ekki unnið þær á útivelli í vetur en nú er kominn tími til að breyta því," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, í viðtali á vefsjónvarpi KR.

Candace Futrell var stigahæst í liði KR með 26 stig og Sigrún Ámundadóttir skoraði 23 stig. Í liði Grindavíkur var Tiffany Roberson stigahæst með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×