Benedikt boðar breytingar hjá KR 4. apríl 2008 15:09 Benedikt axlar ábyrgð á tapinu í gær Mynd/Daniel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Vísir náði tali af þjálfaranum í dag og spurði hann út í ummæli hans í vitali við Stöð 2 Sport í gær, þar sem hann vildi meina að hann hefði ekki náð að laða fram það besta í leikmönnum eins og Brynjari Björnssyni, Helga Magnússyni og JJ Sola. Benedikt boðar breytingar hjá KR næsta vetur, en ætlar ekki að leggjast í þunglyndi þrátt fyrir tapið í gær. "Ég er þjálfari sem vill helst spila hraðan bolta, en þetta lið varð eiginlega aldrei eins og ég vildi hafa það í vetur. Okkar styrkleiki var undir körfunni og maður reyndi því að aðlaga leik liðsins að því, en það má segja að mér hafi mistekist að stilla saman hóp sem hentaði mínum leikstíl," sagði Benedikt. "Maður er með ákveðinn íslenskan hóp og maður fyllir inn í þar sem vantar með erlendum leikmönnum. Hugsanlega náði ég ekki í réttu leikmennina, en ég var að reyna að ná mér í leikmenn sem maður þótti vera örugga - þ.e. leikmenn sem höfðu spilað hérna áður. Það getur verið að ég hafi að einhverju leiti verið að láta þá spila leikaðferðir sem hentuðu þeim ekki best. Við ákváðum bara að reyna að kýla á þetta og reyna að vinna með þessu liði, en það bara tókst ekki og ábyrgðin er alfarið á mínum höndum hvað það varðar," sagði Benedikt. "Ég náði aldrei fram þessum hraða sem var t.d. á liðnu í fyrra, við vorum meira í einhverju moði undir körfunni og það er taktík sem ég hef ekki mikið spilað. Þetta er þannig deild að ég held að þessi leikstíll henti bara ekki." Benedikt nafngreindi ofangreinda leikmenn þegar hann talaði um hvað hefði farið úrskeiðist hjá KR í úrslitakeppninni, en hann vill alls ekki kenna þeim um hvernig fór. "Þetta eru allt toppleikmenn og ég er að vona að menn fari ekki að taka þá út og gagnrýna þá. Það er mitt að fá toppleik út úr þessum strákum og því verð ég að taka þetta allt á mig. Ég er búinn að þekkja þessa stráka síðan þeir voru pjakkar og hef átt þátt í að móta þá. Ég veit ekki enn hvað það var sem olli því að ég fékk ekki meira út úr þeim en menn eiga fyrst og fremst koma til mín ef þeir ætla að gagnrýna liðið. Mér þykir vænt um þessa stráka og hef alltaf fengið toppleik frá þeim, þannig að ég mun verja þá með kjafti og klóm. Ég bara er ekki enn búinn að fatta hvernig mér tókst að láta þessa stráka líta út eins og byrjendur," sagði Benedikt. Benedikt er staðráðinn í að halda áfram með lið KR en ætlar eitthvað að breyta um áherslur næsta vetur. "Ég er með breytt bak eftir mörg ár í þessu og ég ætla ekki að sökkva mér í þunglyndi yfir þessu. Ég ætla að koma með öflugt KR-lið til leiks á næsta ári og reyna að ná langt. Án þess að fara út í smáatriði mun ég gera margt öðruvísi. Maður á eftir að setjast niður með leikmönnum og finna út hverjir verða áfram. Svo reynir maður að fylla inn í eyðurnar," sagð Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Sjá meira