Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum 7. apríl 2008 14:59 Páll Axel ætlar að vera grimmur í einvíginu við Snæfell Mynd/Anton Brink Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll. Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll.
Dominos-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira