Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal 8. apríl 2008 11:48 Kate McCann brotnaði saman í sjónvarpsviðtali eftir að fjölskyldan sneri aftur frá Portúgal. MYND/AFP Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum. Madeleine McCann Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum.
Madeleine McCann Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira