Trúin flytur fjöll eins og sannaðist í kvöld þegar Liverpool vann Arsenal 4-2. Þegar sex mínútur voru til leiksloka var Arsenal á leið í undanúrslitin en Liverpool skoraði tvívegis og vann glæstan sigur.
„Lykillinn að þessum sigri var sú trú sem leikmenn höfðu á þessu. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en leikmenn fengu trúna þegar við jöfnuðum og við vorum mun betri í seinni hálfleiknum," sagði Rafael Benítez, stjóri Liverpool
Benítez hrósaði Ryan Babel sérstaklega. „Hann gerði gæfumuninn því við þurftum á meiri hraða að halda eftir að Torres var orðinn þreyttur."
Benítez vildi ekkert tjá sig um viðureignirnar við Chelsea í undanúrslitum að öðru leyti en því að þær yrðu mjög erfiðar.