Fótbolti

Houllier: Dómgæslan var Arsenal í óhag

NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum Liverpool-stjórinn Gerard Houllier segir að Arsenal hafi liðið fyrir slaka dómgæslu í einvígi sínu við Liverpool í Meistaradeildinni.

Umdeildur vítaspyrnudómur á Arsenal í leik liðanna í gær hafði mikið með útkomuna að gera og reiðir stuðningsmenn Arsenal hafa bent á að þeirra liði hafi ekki verið dæmd vítaspyrna undir mjög svipuðum kringumstæðum í fyrri leik liðanna á Emirates.

Gerard Houllier veitti þessu athygli í viðtali við Sky í dag.

"Ég var auðvitað ánægður að sjá Liverpool vinna, en ég gat ekki annað en fundið til með gamla vini mínum Arsene Wenger, því mér fannst lið hans alveg eins eiga skilið að vinna," sagði Houllier og var ósáttur við dómgæsluna.

"Mér fannst Arsenal eiga að fá víti í fyrri leiknum og svo fá þeir þetta víti dæmt á sig í gær. Ég skil því að Wenger hafi verið ósáttur, því svona dómar geta haft úrslitaþýðingu fyrir lið á þessu stigi á tímabilinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×