Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands: Horft í straumhvörf við áramót 31. desember 2008 06:00 Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hrammur hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hefur lagst af meiri þunga á íslenskan þjóðarbúskap, heimili og fyrirtæki en víðast hvar í heiminum. Mikið ójafnvægi hafði einkennt þjóðarbúskapinn árum saman, sem birtist í verðbólgu, eignaverðbólu, óhóflegum útlánavexti og gríðarlegum viðskiptahalla. Þegar lausafjárofgnóttin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum breyttist í skort á skammri stundu stóð íslenskur þjóðarbúskapur því berskjaldaðri en í flestum öðrum löndum. Áframhaldandi vöxtur var háður greiðum lánsfjáraðgangi, en í því hefði falist skuldasöfnum við útlönd, sem ekki gat staðist til lengdar. Fræjum samdráttarins sem nú stendur yfir var því sáð löngu áður en alþjóðlega fjármálakreppan skall á, enda höfðu spár Seðlabankans um nokkurt skeið sýnt snarpan samdrátt í efnahagslífinu. Efnahagslegar hamfarir af því tagi sem nú dynja yfir skýrast jafnan af samspili margra þátta. Sumir kunna að vera á valdi innlendra stjórnvalda en aðrir ekki. Árum saman hafði spenna magnast í alþjóðahagkerfinu sem rekja má til peninga- og gengisstefnu sem rekin var í helstu efnahagsveldum heims. Ódýrt fjármagn sem af þessari stefnu leiddi flýtti fyrir uppbyggingu fjölþjóðlegrar bankastarfsemi á Íslandi. Þessi starfsemi reyndist byggð á veikum forsendum. Fjármálakreppan hefur afhjúpað alvarlega veikleika í umgjörð fjármálakerfisins á Evrópska efnahagssvæðinu. Lög og reglur hvetja til fjölþjóðlegrar samkeppni fjármálafyrirtækja án þess að því fylgi skilyrði um sameiginlegt fjármálaeftirlit, tryggingu innistæðna eða fulla þátttöku í peningalegum samruna. Upphaflega var litið svo á að alþjóðleg starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja fæli í sér áhættudreifingu og drægi úr áhrifum sveiflna í þjóðarbúskapnum á efnahag þeirra. Reyndin varð önnur. Hraður vöxtur fjármálafyrirtækja, sem nærðist á ríku framboði lánsfjár á lágum vöxtum, magnaði áhættuna sem fylgdi fjölþjóðlegri bankastarfsemi. Eigendur bankanna höfðu hvorki reynslu til að greina þessa áhættu né fjárhagslega burði til að vera sá bakhjarl sem þörf var á þegar hún varð öllum ljós. Hvorki ríkið né Seðlabankinn hafði bolmagn til að fylla það skarð. Innlend stjórnvöld skildu ekki fyllilega þá áhættu sem ofangreind þróun fól í sér. Þau létu blekkjast af því að lausafjárgnóttin í heiminum virtist gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að safna skuldum með áður óþekktum hraða, bæði innanlands og við útlönd, án þess að það hefði samsvarandi eftirköst í för með sér og áður í sögunni. Þótt skuldir ykjust hröðum skrefum jókst verðmæti eigna hraðar og greiðslubyrði jókst hægar en tekjur. Ríkissjóður skilaði auknum afgangi þrátt fyrir skattalækkanir. Margir voru ófúsir að horfast í augu við að forsenda þessarar þróunar væri að ríkulegt framboð ódýrs lánsfjármagn héldi áfram. Því var ekki búið í haginn fyrir mögru árin. Margvíslegar eftirspurnarhvetjandi aðgerðir hins opinbera lögðu þvert á móti mikla byrði á peningastefnuna, sem leiddi til hárra innlendra skammtímavaxta. Í hinu alþjóðlega lágvaxtaumhverfi ýtti það enn frekar undir innstreymi ódýrs fjármagns, sem gerði efnahags- og fjármálakerfið enn berskjaldaðra en ella gagnvart straumhvörfum á alþjóðafjármálamörkuðum. Raunsæi sem stundum skorti á í góðærinu má ekki vanta nú. Aðgerðir í efnahagsmálum verða að taka mið af því að rót vandans fyrir bankahrunið var meiri kaupmáttur en framleiðslugeta þjóðarbúsins stóð undir. Rýrnun kaupmáttar er því óhjákvæmilegur þáttur aðlögunar að jafnvægi. Fé sem hið opinbera hefur til ráðstöfunar mun dragast mikið saman á sama tíma og mikla fjármuni þarf að leggja í endurreisn bankakerfisins. Þessum takmörkuðu fjármunum þarf að verja af kostgæfni með það í huga að draga úr óþörfum og skaðlegum tekjutilfærslum sem draga úr hagvaxtargetu þjóðarbúsins til lengri tíma. Þegar aðgerðir til hjálpar heimilum og atvinnulífinu eru mótaðar er gagnlegt að greina á milli þriggja mismunandi hópa heimila og fyrirtækja. Í fyrsta lagi eru heimili og fyrirtæki sem enga aðstoð þurfa, líklega allur þorri heimila og flest fyrirtæki. Í öðru lagi eru heimili og fyrirtæki sem gætu orðið gjaldþrota vegna tímabundinna greiðsluörðugleika, en geta staðið við langtímaskuldbindingar með hæfilegri tilhliðrun. Í þriðja lagi eru heimili og fyrirtæki sem hverfandi líkur eru á að geti unnið sig út úr vandanum með tímabundnum tilhliðrunum eins og greiðsludreifingu, frystingu lána o.s.frv. Aðstoð við þennan hóp þarf fyrst og fremst að miða að því að treysta hið félagslega öryggisnet og auðvelda einstaklingum að koma undir sig fótum á ný í kjölfar gjaldþrots. Áform eru um söfnun upplýsingar sem auðveldar greiningu á stöðu mismunandi hópa. Horft til lengri tíma er eðlilegt að taka gervallt umhverfi peningastefnunnar og fjármálakerfisins til gagngerrar endurskoðunar. Sveigjanleg gengisstefna og sjálfstæð peningastefna reyndist ekki eins góð vörn gagnvart óhóflegri gjaldeyrisáhættu og vonast var til. Hrun bankakerfisins leiddi til gjaldeyriskreppu sem dýpkar kreppuna til muna. Hin ósamrýmanlega þrenning stöðugs gengis, sjálfstæðrar peningastefnu og óheftra fjármagnshreyfinga knúði Ísland til sveigjanlegrar gengisstefnu í kjölfar þess að fjármagnshreyfingar voru gefnar frjálsar með EES samningnum. Í ljósi reynslunnar er nauðsynlegt að endurmeta hvort það horn sem Ísland valdi í „þríhyrningi ósamrýmanleikans“ árið 2001 henti landinu best til lengdar. Verði ekki aðrir kostir í boði er nauðsynlegt að skjóta sterkari stoðum undir verðbólgumarkmiðið. Það er hins vegar efni í aðra grein. Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Hrammur hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hefur lagst af meiri þunga á íslenskan þjóðarbúskap, heimili og fyrirtæki en víðast hvar í heiminum. Mikið ójafnvægi hafði einkennt þjóðarbúskapinn árum saman, sem birtist í verðbólgu, eignaverðbólu, óhóflegum útlánavexti og gríðarlegum viðskiptahalla. Þegar lausafjárofgnóttin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum breyttist í skort á skammri stundu stóð íslenskur þjóðarbúskapur því berskjaldaðri en í flestum öðrum löndum. Áframhaldandi vöxtur var háður greiðum lánsfjáraðgangi, en í því hefði falist skuldasöfnum við útlönd, sem ekki gat staðist til lengdar. Fræjum samdráttarins sem nú stendur yfir var því sáð löngu áður en alþjóðlega fjármálakreppan skall á, enda höfðu spár Seðlabankans um nokkurt skeið sýnt snarpan samdrátt í efnahagslífinu. Efnahagslegar hamfarir af því tagi sem nú dynja yfir skýrast jafnan af samspili margra þátta. Sumir kunna að vera á valdi innlendra stjórnvalda en aðrir ekki. Árum saman hafði spenna magnast í alþjóðahagkerfinu sem rekja má til peninga- og gengisstefnu sem rekin var í helstu efnahagsveldum heims. Ódýrt fjármagn sem af þessari stefnu leiddi flýtti fyrir uppbyggingu fjölþjóðlegrar bankastarfsemi á Íslandi. Þessi starfsemi reyndist byggð á veikum forsendum. Fjármálakreppan hefur afhjúpað alvarlega veikleika í umgjörð fjármálakerfisins á Evrópska efnahagssvæðinu. Lög og reglur hvetja til fjölþjóðlegrar samkeppni fjármálafyrirtækja án þess að því fylgi skilyrði um sameiginlegt fjármálaeftirlit, tryggingu innistæðna eða fulla þátttöku í peningalegum samruna. Upphaflega var litið svo á að alþjóðleg starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja fæli í sér áhættudreifingu og drægi úr áhrifum sveiflna í þjóðarbúskapnum á efnahag þeirra. Reyndin varð önnur. Hraður vöxtur fjármálafyrirtækja, sem nærðist á ríku framboði lánsfjár á lágum vöxtum, magnaði áhættuna sem fylgdi fjölþjóðlegri bankastarfsemi. Eigendur bankanna höfðu hvorki reynslu til að greina þessa áhættu né fjárhagslega burði til að vera sá bakhjarl sem þörf var á þegar hún varð öllum ljós. Hvorki ríkið né Seðlabankinn hafði bolmagn til að fylla það skarð. Innlend stjórnvöld skildu ekki fyllilega þá áhættu sem ofangreind þróun fól í sér. Þau létu blekkjast af því að lausafjárgnóttin í heiminum virtist gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að safna skuldum með áður óþekktum hraða, bæði innanlands og við útlönd, án þess að það hefði samsvarandi eftirköst í för með sér og áður í sögunni. Þótt skuldir ykjust hröðum skrefum jókst verðmæti eigna hraðar og greiðslubyrði jókst hægar en tekjur. Ríkissjóður skilaði auknum afgangi þrátt fyrir skattalækkanir. Margir voru ófúsir að horfast í augu við að forsenda þessarar þróunar væri að ríkulegt framboð ódýrs lánsfjármagn héldi áfram. Því var ekki búið í haginn fyrir mögru árin. Margvíslegar eftirspurnarhvetjandi aðgerðir hins opinbera lögðu þvert á móti mikla byrði á peningastefnuna, sem leiddi til hárra innlendra skammtímavaxta. Í hinu alþjóðlega lágvaxtaumhverfi ýtti það enn frekar undir innstreymi ódýrs fjármagns, sem gerði efnahags- og fjármálakerfið enn berskjaldaðra en ella gagnvart straumhvörfum á alþjóðafjármálamörkuðum. Raunsæi sem stundum skorti á í góðærinu má ekki vanta nú. Aðgerðir í efnahagsmálum verða að taka mið af því að rót vandans fyrir bankahrunið var meiri kaupmáttur en framleiðslugeta þjóðarbúsins stóð undir. Rýrnun kaupmáttar er því óhjákvæmilegur þáttur aðlögunar að jafnvægi. Fé sem hið opinbera hefur til ráðstöfunar mun dragast mikið saman á sama tíma og mikla fjármuni þarf að leggja í endurreisn bankakerfisins. Þessum takmörkuðu fjármunum þarf að verja af kostgæfni með það í huga að draga úr óþörfum og skaðlegum tekjutilfærslum sem draga úr hagvaxtargetu þjóðarbúsins til lengri tíma. Þegar aðgerðir til hjálpar heimilum og atvinnulífinu eru mótaðar er gagnlegt að greina á milli þriggja mismunandi hópa heimila og fyrirtækja. Í fyrsta lagi eru heimili og fyrirtæki sem enga aðstoð þurfa, líklega allur þorri heimila og flest fyrirtæki. Í öðru lagi eru heimili og fyrirtæki sem gætu orðið gjaldþrota vegna tímabundinna greiðsluörðugleika, en geta staðið við langtímaskuldbindingar með hæfilegri tilhliðrun. Í þriðja lagi eru heimili og fyrirtæki sem hverfandi líkur eru á að geti unnið sig út úr vandanum með tímabundnum tilhliðrunum eins og greiðsludreifingu, frystingu lána o.s.frv. Aðstoð við þennan hóp þarf fyrst og fremst að miða að því að treysta hið félagslega öryggisnet og auðvelda einstaklingum að koma undir sig fótum á ný í kjölfar gjaldþrots. Áform eru um söfnun upplýsingar sem auðveldar greiningu á stöðu mismunandi hópa. Horft til lengri tíma er eðlilegt að taka gervallt umhverfi peningastefnunnar og fjármálakerfisins til gagngerrar endurskoðunar. Sveigjanleg gengisstefna og sjálfstæð peningastefna reyndist ekki eins góð vörn gagnvart óhóflegri gjaldeyrisáhættu og vonast var til. Hrun bankakerfisins leiddi til gjaldeyriskreppu sem dýpkar kreppuna til muna. Hin ósamrýmanlega þrenning stöðugs gengis, sjálfstæðrar peningastefnu og óheftra fjármagnshreyfinga knúði Ísland til sveigjanlegrar gengisstefnu í kjölfar þess að fjármagnshreyfingar voru gefnar frjálsar með EES samningnum. Í ljósi reynslunnar er nauðsynlegt að endurmeta hvort það horn sem Ísland valdi í „þríhyrningi ósamrýmanleikans“ árið 2001 henti landinu best til lengdar. Verði ekki aðrir kostir í boði er nauðsynlegt að skjóta sterkari stoðum undir verðbólgumarkmiðið. Það er hins vegar efni í aðra grein.
Markaðir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira