Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu vann annan leik sinn í röð í milliriðlinum fyrir EM í Noregi í dag þegar það lagði Ísraelsmenn 1-0. Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði mark íslenska liðsins.
Íslenska liðið hefur því unnið báða leiki sína í riðlinum og er með 6 stig á toppnum líkt og Búlgaría. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum á föstudaginn, en þar nægir Búlgörum jafntefli þar sem liðið er með hagstæðara markahlutfall.