Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2008 07:00 Benedikt Guðmundsson. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi. Dominos-deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi.
Dominos-deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum