Forseti Atletico Madrid vill meina að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool eigi framtíð fyrir sér sem leikari.
Enrique Cerezo var ekki ánægður með vítaspyrnuna sem Gerrard fiskaði og skoraði úr í leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni.
"Það besta sem gæti komið fyrir Gerrard er að verða ráðinn sem kvikmyndaleikari, því hann leikur mjög vel," sagði forsetinn í samtali við Marca, en hann er reyndar kvikmyndagerðamaður sjálfur.