Snæfellingar hafa ráðið til sín tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í körfuboltanum. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is
Nýr þjálfari Snæfells, Makedóninn Jordanco Davitkov, hefur fengið með sér samlanda sinn Tome Dislijev sem er 28 ára framherji. Hann lék síðasta tímabil með Karpos í Makedóníu.
Einnig hefur Snæfell fengið franska Serbann Nikola Dzeverdanovic, 26 ára leikstjórnanda, og á hann að fylla skarð Justin Shouse sem fór í Stjörnuna. Nikola hefur leikið með Nancy og St. Etienne í Frakklandi. Á síðasta tímbili lék hann með Proleter Naft í Serbíu.
Nánar á karfan.is.