Scott Brown, leikmaður Celtic, segir að Cristiano Ronaldo fái sérmeðferð frá dómurum bara vegna þess að hann er stórt nafn í knattspyrnuheiminum.
Ronaldo tæklaði Brown í leik Celtic og Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en Ronaldo slapp við áminningu hjá dómara leiksins, Norðmanninum Tom Henning Övrebö.
„Kannski var þetta svona vegna þess að þetta er Meistaradeildin. Kannski vegna þess að þetta er Manchester United," sagði Brown.
„Eða kannski er þetta bara vegna þess að þetta er Ronaldo. Ég held að það gerist ekki oft að leikmaður fái að komast upp með svona lagað."