Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði 17. desember 2008 00:01 Gluggað í reikningana. Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson glugga í reikninga Stoða á uppgjörsfundi. Drykkjarvöruframleiðandinn Refresco er meðal eigna félagsins sem ekki eru skráðar á markað. Markaðurinn/Anton „Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group. Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Hlutur Stoða í Refresco hefur verið í söluferli í fjóra mánuði, frá því áður en bankarnir hrundu,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, áður FL Group. Hann segir að samið hafi verið við fjárfestingarbankann Rothchild um að annast sölu á hlutnum. „Við vonumst til þess að samningar um sölu á 49 prósenta eignarhlut okkar í Refresco náist á næstunni.“ Þá sé ljóst að hrun íslensku bankanna og erfið staða Stoða hafi haft slæm áhrif á rekstur Refresco. „Því er brýnt að selja áður en skaðinn verður meiri,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að kaupverðið á 49 prósenta hlut Stoða á sínum tíma hafi numið um 5,2 milljörðum króna, vorið 2006. Samkvæmt frétt Vísis nam kaupverðið 461 milljón evra, en þá voru skuldir teknar með og fleira. Hlutur Stoða er nú geymdur í félagi sem skráð er í Hollandi og heitir Ferskur Holding 2 B.V. Eigendur félagsins eru Stoðir, Vífilfell og Kaupþing. Félögin eiga saman 2.680.000 hluti í Refresco, eða um 80 prósent af heildinni. Vífilfell hefur ekki í hyggju að selja, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki hefur náðst í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Refresco námu eignir félagsins ríflega 611 milljónum evra. Þá námu skuldir félagsins ríflega 367 milljónum evra. Stærstur hluti skuldanna kom til vegna sambankaláns sem var tekið um það leyti sem FL Group keypti í félaginu. Það nam 260 milljónum evra og var tekið undir forystu FIH bankans, sem var í eigu Kaupþings. Stoðir eru enn í greiðslustöðvun og verða til 20. janúar. Félagið var stærsti eigandi Glitnis. Tilraunir félagsins til að selja Tryggingamiðstöðina (TM) fóru út um þúfur þegar veðhafinn, Landsbankinn, neitaði að ganga til samninga við Kaldbak. „Það kom okkur satt best að segja á óvart enda samþykkti stjórn Stoða einfaldlega hærra tilboðið af tveimur tilboðum sem höfðu borist,“ segir Júlíus. „Eftir sem áður er það vilji Stoða að selja TM, þetta er okkar stærsta eign og sala hennar myndi létta verulega á okkur,“ bætir hann við. „Vonandi gengur sala TM eftir sem fyrst í góðu samkomulagi við bankann.“ Stoðir eiga líka hlut í Landic Property, Royal Unibrew og Bayrock Group.
Markaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira