Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Víkurfrétta í kvöld.
Við sama tilefni skrifuðu sjö leikmenn undir nýja tveggja ára samninga við liðið, þar á meðal þeir Jón Norðdal Hafsteinsson og Þröstur Leó Jóhannsson.