Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær.
Vidic fann fyrir miklum magaverkjum og fór á sjúkrahús í Katalóníu. Ekkert alvarlegt er að en óvíst er þó hvort hann verði með í kvöld.
Wes Brown, sem spilar líklega í miðverðinum ef Vidic spilar ekki, æfði ekki heldur í gær en ætti að vera leikfær í kvöld.
Sjá einnig:
Þessir kljást í kvöld