Tónlist

Long Blondes hættir

The Long Blondes þótti hin frambærilegasta rokksveit. Nordicphotos/Getty
The Long Blondes þótti hin frambærilegasta rokksveit. Nordicphotos/Getty
Breska rokksveitin The Long Blondes hefur lagt upp laupana. Gítarleikarinn Dorian Cox tilkynnti þetta á MySpace-síðu sveitarinnar í gærmorgun. Cox fékk hjartaáfall í júní og segir hann að ástæða þess að sveitin hætti sé sú að hann viti ekki hvenær hann verði búinn að ná sér að fullu. „Ég veit ekki hvenær eða hvort ég verð nógu góður til að spila á gítar að nýju," skrifar Cox.

The Long Blondes sendu frá sér tvær breiðskífur, Someone to Drive You Home árið 2006 og Couples sem kom út fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×