Arsenal átti ekki í erfiðleikum með Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld og vann 4-0 sigur. Robin van Persie og Emmanuel Adebayor skoruðu tvö mörk hvor.
Dimitar Berbatov opnaði markareikning sinn fyrir Manchester United með því að skora tvö mörk í Danmörku þegar Evrópumeistararnir unnu 3-0 sigur. Wayne Rooney skoraði fyrsta mark leiksins.
Það urðu athyglisverð úrslit í Hvíta Rússlandi þar sem BATE og Juventus gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. BATE komst tveimur mörkum yfir í leiknum.
Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins.
E-riðill
AaB 0-3 Man Utd
Villarreal 1-0 Celtic
F-riðill
Bayern München 1-1 Lyon
Fiorentina 0-0 Steaua Búkarest
G-riðill
Arsenal 4-0 FC Porto
Fenerbahce 0-0 Dynamo Kiev
H-riðill
BATE Borisov 2-2 Juventus
Zenit Pétursborg 1-2 Real Madrid