Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres leikur ekki með Liverpool gegn sínum fyrrum félögum í Atletico Madrid í kvöld. Meiðsli gera það að verkum að hann er ekki einu sinni á bekknum.
Robbie Keane er í fremstu víglínu en Rafael Benítez gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Tottenham. Fabio Aurelio kemur í vinstri bakvörðinn í stað Andrea Dossena.
Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Aurelio, Carragher, Agger, Mascherano, Alonso, Gerrard, Riera, Kuyt, Keane. Varamenn: Cavalieri, Dossena, Benayoun, Babel, Lucas, Ngog, Degen.