Tindastóll kom sér í kvöld í þriðja sæti Iceland Express deildar karla með sigri á Skallagrími á heimavelli, 92-67.
Alls voru þrír leikir á dagskrá Iceland Express deildar karla kvöld. ÍR vann góðan sigur á Snæfelli á útivelli, 91-86, og Njarðvík vann þrettán stiga sigur á Þór, 92-79.
Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en staðan í hálfleik var 46-39, Tindastóli í vil.
Sören Flæng skoraði flest stig Tindastóls, 23 talsins. Darrell Flake kom næstur með sextán stig.
Hjá Skallagrími var Igor Beljanski stigahæstur með 31 stig en þeir Pálmi Sævarsson og Miroslav Andonov skoruðu ellefu stig hvor.
Leikur Snæfells og ÍR var nokkuð jafn en ÍR-ingar voru með frumkvæðið lengst af. Staðan í hálfliek var 40-39, ÍR í vil.
Snæfellingar náðu að jafna metin í þriðja leikhluta en ÍR voru með yfirhöndina allan fjórða leikhluta.
Eiríkur Önundarson skoraði 21 stig fyrir ÍR og Sveinbjörn Claessen 20. Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 28 stig og Jón Ólafur Jónsson 23.
Leikurinn Njarðvíkur og Þórs var í járnum lengst af en Njarðvíkingar tóku öll völd í fjórða leikhluta og unnu góðan sigur.
Magnús Gunnarsson skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Logi Gunnarsson 25. Hjá Þór var Cedric Isom stigahæstur með 25 stig og Jón Orri Kristjánsson með fjórtán.
Tindastóll í þriðja sætið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
