Samgöngubætur í höfuðborginni Jón Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 04:00 Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar