Seiglusigur hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2009 18:44 Páll Kristinsson og Hlynur Bæringsson sjást hér í baráttunni í Fjárhúsinu í kvöld. Mynd/E.Stefán Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira
Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Í beinni: KR - Þór Þ. | Hörkuleikur í Vesturbæ Í beinni: Valur - Álftanes | Lið í harðri baráttu um dýrmætt sæti Í beinni: Höttur - Grindavík | Komast heimamenn úr fallsæti? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Toppliðið í Breiðholti Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Sjá meira