Mario Gomez skoraði í uppbótartíma fyrir Stuttgart gegn Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og tryggði liðinu þar með dýrmætan sigur.
Það þýðir að Stuttgart á ágæta möguleika á því að komast í Meistaradeildina að ári en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar.
Hamburg er í þriðja sæti með 51 stig, jafn mörg og Bayern Munchen sem er í öðru sæti. Hertha Berlin er í fjórða sæti en sem fyrr er Wolfsburg á toppnum með 54 stig.
Gomez tryggði Stuttgart sigur
