Barcelona í úrslit eftir dramatískan leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2009 18:25 Iniesta fagnar marki sínu. Nordic Photos/Getty Images Það verða Barcelona og Man. Utd sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Róm. Andres Iniesta skoraði markið sem fleytti Barca í úrslitin en það kom í uppbótartíma. Michael Essien skoraði mark Chelsea. Lokatölur 1-1. Leikmenn Chelsea urðu brjálaðir út í norska dómarann Tom Henning Ovrebo og gerðu aðsúg að honum í leikslok. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Aftur endar Meistaradeildin á sorglegan hátt fyrir Chelsea. Það liggur ekki fyrir liðinu að vinna þessa keppni. 96. mín: Ballack með skot sem Eto´o ver með hendinni. Dómarinn sér atvikið vel en dæmir ekkert. Ballack nálægt því að lemja hann í kjölfarið. 95. mín: Eiði Smára loksins skipt inn á. Bara til að kaupa tíma. Chelsea fær horn og síðasta séns. 93. mín: Andres Iniesta jafnar með skoti utan teigs. Fyrsta skot Barca sem hittir á markið. Barca er á leið í úrslit. Grátlegt fyrir Chelsea. 90. mín: Pique kominn í sóknina enda vantar hávaxinn mann í skallana. Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 88. mín: Guardiola fer og faðmar Hiddink. Brosir eins og hann sé sjö mörkum yfir. Afar sérstök uppákoma. 85. mín: Eiður Smári enn á bekknum og virðist ekki ætla að fá tækifæri. Bojan Krkic var þó að koma á vettvang fyrir Busquets. 82. mín: Nú fékk Pique boltann í hendina. Klárt víti loksins en sá norski gefur sig ekki. Grjótharður á að dæma ekki víti í kvöld. 80. mín: Nú vildi Anelka fá víti eftir slag gegn Abidal. Norðmaðurinn sem fyrr ekki í neinu vítaspyrnustuði. Það var líka ekkert á þetta. 78. mín: Alves tók aukaspyrnuna en skaut yfir. Einn besti möguleiki Barca í leiknum. Enn ekki komið skot á markið. 77. mín: Alex fær gult fyrir að brjóta á Messi og er í banni í úrslitaleiknum ef Chelsea kemst þangað. 72. mín: Drogba fer af velli fyrir Belletti, fyrrum leikmann Barcelona. Drogba ekki mjög kátur með það enda ekki eins illa meiddur og hann vildi meina rétt áðan. 70. mín: Ellefu leikmenn Barca hafa ekki náð að koma einu skoti á markið. Verður að teljast hæpið að tíu leikmenn Barca geti það. 68. mín: Drogba búinn að meiðast oft í kvöld og haltrar nú af velli. Hann nær oftar en ekki undraverðum bata um leið og hann er kominn af velli. 66. mín: Norðmaðurinn Ovrebo rekur Abidal af velli. Anelka að sleppa í gegn, Abidal rekur sig í hann og Anelka dettur en hann var annars kominn í gegn. Lítið annað að gera en reka Abidal af velli fyrst hann dæmdi. 63. mín: Allt við það sama þó örlítið meira líf í Barca en áður. Betur má ef duga skal. Guardiola hlýtur að fara að gera breytingar. 56. mín: Drogba vill aftur fá víti en Norðmaðurinn stóri gefur sig ekki. Neitar bara að flauta. Drogba alveg brjálaður. Allt að gerast í kringum hann. Ekkert víti að mínu mati. 52. mín: Drogba komst loksins í almennilegt dauðafæri einn gegn Valdes en lét verja frá sér. Spái því að Drogba muni skora á endanum. 49. mín: Chelsea-liðið er frábærlega skipulagt og gefur engin færi á sér. Skulum samt ekki gleyma því að 1-1 kemur Barca í úrslit. 46. mín: Síðari hálfleikur hafinn og engar breytingar gerðar á liðunum. Hálfleikur: Chelsea leiðir þökk sé glæsimarki Essien. Barca meira með boltann, gefið miklu fleiri sendingar en sú tölfræði segir nákvæmlega ekki neitt því liðið hefur ekki verið nálægt því að skapa sér almennilegt færi. Börsungar eiga engin svör. Spennandi að sjá hvað Guardiola gerir en yrði ekki hissa ef Eiður fengi að spreyta sig. 41. mín: Verður að viðurkennast að síðustu mínútur hafa verið grátlega leiðinlegar. Dauðinn á skriðbeltunum væri réttast að segja. 37. mín: Barca heldur áfram að gutla með boltann út á velli. Þegar nálgast teiginn gerist ekkert. 30. mín: Barcelona með boltann um 70 prósent leiktímans en það hefur ekkert að segja. Liðið er ekkert að skapa. Alves fær gult og verður í banni ef Barca kemst í úrslit. 27. mín: Abidal virðist brjóta á Drogba. Chelsea vill víti en norski dómarinn lætur það eiga sig að flauta. 26. mín: Chelsea pressar og Barca heppið að fá ekki dæmt á sig víti. Aukaspyrna dæmd í staðinn á vítateigslínu. Drogba með hörkuskot sem Valdes varði með lærinu. Horn og skalli frá Terry rétt framhjá. Chelsea líklegra að bæta við. Barca er ekki enn komið með svör við varnarleik Chelsea. 23. mín: Drogba aftur nálægt því að komast í gegn. Gott úthlaup hjá Valdes sem rétt nær að bjarga. 21. mín: Dani Alves með ágæta aukaspyrnu sem siglir framhjá markinu. Skásta tilraun Barca til þessa. 19. mín: Barca þarf að þræða sig í gegnum vörn Chelsea til að skora því ekki gengur að senda háa bolta. Það gengur ekki vel enda vörn Chelsea þétt eins og alltaf. 13. mín: Ágæt tíðindi fyrir leikinn að fá mark strax. Þetta verður vonandi afar lifandi núna enda verður Barca að sækja. Föstu leikatriðin og horn nýtast þeim samt illa enda á Chelsea allt í loftinu gegn þeim. 9. mín: Michael Essien kemur Chelsea yfir með stórkostlegu marki. Tók boltann á lofti fyrir utan teig, smellhitti hann enda fór boltinn í slána og inn. 4. mín: Chelsea fær fyrsta sénsinn. Terry með sendingu á Drogba sem var galopinn með markið fyrir framan sig. Móttakan var hins vegar skelfileg og ekkert varð úr sókninni. Fyrir leik: Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á bekknum gegn sínu gamla félagi á sínum gamla heimavelli. Það eru vandræði í miðri vörn Barca þar sem Marques er meiddur og Puyol í banni. Toure mun því leika við hlið Pique í kvöld. Fyrir leik: Hiddink teflir fram bæði Didier Drogba og Nicolas Anelka í leiknum í kvöld. Það á greinilega að þjarma að brothættri vörn Barca. Chelsea þarf þó að passa sig þar sem útivallarmark hjá Barca gæti reynst dýrt. Byrjunarlið Chelsea: Cech, A. Cole, Essien, Lampard, Drogba, Ballack, Malouda, Bosingwa, Terry, Alex, Anelka. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Pique, Xavi, Iniesta, Eto´o, Messi, Keita, Alves, Abidal, Toure, Busquets. Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira
Það verða Barcelona og Man. Utd sem mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 27. maí næstkomandi. Leikið verður í Róm. Andres Iniesta skoraði markið sem fleytti Barca í úrslitin en það kom í uppbótartíma. Michael Essien skoraði mark Chelsea. Lokatölur 1-1. Leikmenn Chelsea urðu brjálaðir út í norska dómarann Tom Henning Ovrebo og gerðu aðsúg að honum í leikslok. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum og hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Aftur endar Meistaradeildin á sorglegan hátt fyrir Chelsea. Það liggur ekki fyrir liðinu að vinna þessa keppni. 96. mín: Ballack með skot sem Eto´o ver með hendinni. Dómarinn sér atvikið vel en dæmir ekkert. Ballack nálægt því að lemja hann í kjölfarið. 95. mín: Eiði Smára loksins skipt inn á. Bara til að kaupa tíma. Chelsea fær horn og síðasta séns. 93. mín: Andres Iniesta jafnar með skoti utan teigs. Fyrsta skot Barca sem hittir á markið. Barca er á leið í úrslit. Grátlegt fyrir Chelsea. 90. mín: Pique kominn í sóknina enda vantar hávaxinn mann í skallana. Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma. 88. mín: Guardiola fer og faðmar Hiddink. Brosir eins og hann sé sjö mörkum yfir. Afar sérstök uppákoma. 85. mín: Eiður Smári enn á bekknum og virðist ekki ætla að fá tækifæri. Bojan Krkic var þó að koma á vettvang fyrir Busquets. 82. mín: Nú fékk Pique boltann í hendina. Klárt víti loksins en sá norski gefur sig ekki. Grjótharður á að dæma ekki víti í kvöld. 80. mín: Nú vildi Anelka fá víti eftir slag gegn Abidal. Norðmaðurinn sem fyrr ekki í neinu vítaspyrnustuði. Það var líka ekkert á þetta. 78. mín: Alves tók aukaspyrnuna en skaut yfir. Einn besti möguleiki Barca í leiknum. Enn ekki komið skot á markið. 77. mín: Alex fær gult fyrir að brjóta á Messi og er í banni í úrslitaleiknum ef Chelsea kemst þangað. 72. mín: Drogba fer af velli fyrir Belletti, fyrrum leikmann Barcelona. Drogba ekki mjög kátur með það enda ekki eins illa meiddur og hann vildi meina rétt áðan. 70. mín: Ellefu leikmenn Barca hafa ekki náð að koma einu skoti á markið. Verður að teljast hæpið að tíu leikmenn Barca geti það. 68. mín: Drogba búinn að meiðast oft í kvöld og haltrar nú af velli. Hann nær oftar en ekki undraverðum bata um leið og hann er kominn af velli. 66. mín: Norðmaðurinn Ovrebo rekur Abidal af velli. Anelka að sleppa í gegn, Abidal rekur sig í hann og Anelka dettur en hann var annars kominn í gegn. Lítið annað að gera en reka Abidal af velli fyrst hann dæmdi. 63. mín: Allt við það sama þó örlítið meira líf í Barca en áður. Betur má ef duga skal. Guardiola hlýtur að fara að gera breytingar. 56. mín: Drogba vill aftur fá víti en Norðmaðurinn stóri gefur sig ekki. Neitar bara að flauta. Drogba alveg brjálaður. Allt að gerast í kringum hann. Ekkert víti að mínu mati. 52. mín: Drogba komst loksins í almennilegt dauðafæri einn gegn Valdes en lét verja frá sér. Spái því að Drogba muni skora á endanum. 49. mín: Chelsea-liðið er frábærlega skipulagt og gefur engin færi á sér. Skulum samt ekki gleyma því að 1-1 kemur Barca í úrslit. 46. mín: Síðari hálfleikur hafinn og engar breytingar gerðar á liðunum. Hálfleikur: Chelsea leiðir þökk sé glæsimarki Essien. Barca meira með boltann, gefið miklu fleiri sendingar en sú tölfræði segir nákvæmlega ekki neitt því liðið hefur ekki verið nálægt því að skapa sér almennilegt færi. Börsungar eiga engin svör. Spennandi að sjá hvað Guardiola gerir en yrði ekki hissa ef Eiður fengi að spreyta sig. 41. mín: Verður að viðurkennast að síðustu mínútur hafa verið grátlega leiðinlegar. Dauðinn á skriðbeltunum væri réttast að segja. 37. mín: Barca heldur áfram að gutla með boltann út á velli. Þegar nálgast teiginn gerist ekkert. 30. mín: Barcelona með boltann um 70 prósent leiktímans en það hefur ekkert að segja. Liðið er ekkert að skapa. Alves fær gult og verður í banni ef Barca kemst í úrslit. 27. mín: Abidal virðist brjóta á Drogba. Chelsea vill víti en norski dómarinn lætur það eiga sig að flauta. 26. mín: Chelsea pressar og Barca heppið að fá ekki dæmt á sig víti. Aukaspyrna dæmd í staðinn á vítateigslínu. Drogba með hörkuskot sem Valdes varði með lærinu. Horn og skalli frá Terry rétt framhjá. Chelsea líklegra að bæta við. Barca er ekki enn komið með svör við varnarleik Chelsea. 23. mín: Drogba aftur nálægt því að komast í gegn. Gott úthlaup hjá Valdes sem rétt nær að bjarga. 21. mín: Dani Alves með ágæta aukaspyrnu sem siglir framhjá markinu. Skásta tilraun Barca til þessa. 19. mín: Barca þarf að þræða sig í gegnum vörn Chelsea til að skora því ekki gengur að senda háa bolta. Það gengur ekki vel enda vörn Chelsea þétt eins og alltaf. 13. mín: Ágæt tíðindi fyrir leikinn að fá mark strax. Þetta verður vonandi afar lifandi núna enda verður Barca að sækja. Föstu leikatriðin og horn nýtast þeim samt illa enda á Chelsea allt í loftinu gegn þeim. 9. mín: Michael Essien kemur Chelsea yfir með stórkostlegu marki. Tók boltann á lofti fyrir utan teig, smellhitti hann enda fór boltinn í slána og inn. 4. mín: Chelsea fær fyrsta sénsinn. Terry með sendingu á Drogba sem var galopinn með markið fyrir framan sig. Móttakan var hins vegar skelfileg og ekkert varð úr sókninni. Fyrir leik: Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á bekknum gegn sínu gamla félagi á sínum gamla heimavelli. Það eru vandræði í miðri vörn Barca þar sem Marques er meiddur og Puyol í banni. Toure mun því leika við hlið Pique í kvöld. Fyrir leik: Hiddink teflir fram bæði Didier Drogba og Nicolas Anelka í leiknum í kvöld. Það á greinilega að þjarma að brothættri vörn Barca. Chelsea þarf þó að passa sig þar sem útivallarmark hjá Barca gæti reynst dýrt. Byrjunarlið Chelsea: Cech, A. Cole, Essien, Lampard, Drogba, Ballack, Malouda, Bosingwa, Terry, Alex, Anelka. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Pique, Xavi, Iniesta, Eto´o, Messi, Keita, Alves, Abidal, Toure, Busquets.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Sjá meira