Fótbolti

Drogba hélt áfram að hella sér yfir dómarann

AFP

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, á ekki von á góðu frá aganefnd Uefa eftir framkomu sína eftir leik liðsins gegn Barcelona í meistaradeildinni í gærkvöldi.

Drogba, sem reyndar hafði haltrað meiddur af velli nokkru áður, veittist að norska dómaranum Rom Henning Ovebro eftir leikinn og hellti sér yfir hann.

Hann lét líka skömmunum rigna yfir sjónvarpsmyndavélar og var orðbragðið svo ljótt að sjónvarpsmenn á Sky báðu áhorfendur sína afsökunar í kjölfarið.

Þar með var framherjinn ekki hættur að segja sína meiningu á dómaranum. Samkvæmt breska blaðinu Sun mun Drogba hafa elt dómarann alla leið inn á gang þar sem hann hélt áfram að hrauna yfir hann og kalla hann öllum illum nöfnum.

Sjónarvottar sögðust hafa merkt skelfingarsvip á Norðmanninum þegar Drogba öskraði á hann og lamdi í vegg fyrir aftan höfuð hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×