United vann með minnsta mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2009 18:47 Darren Fletcher og John O'Shea fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira