United vann með minnsta mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2009 18:47 Darren Fletcher og John O'Shea fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn