Forráðamenn þýska úrvalsdeildarliðsins Schalke 04 ætla að reyna að fá Slaven Bilic til þess að stjórna liðinu út tímabilið en þýska liðið rak þjálfara sinn Fred Rutten fyrir stuttu og leitar nú að nýjum manni í hans stað.
Slaven Bilic er starfandi landsliðsþjálfari Króata en það sem eykur líkurnar á að Bilic taki við Schalke-liðinu er að eftir landsleik Króata við Andorra í þessari viku þá spilar Króatía ekki aftur fyrr en í júní.
Slaven Bilic talar reiprennandi þýsku og hefur sýnt áhuga á að þjálfa í þýsku úrvalsdeildinni. Hann er mikill karakter sem nær alltaf að koma sínum leikmönnum upp á tærnar.