Körfubolti

Kristrún hefur spilað stórt hlutverk í leikjum liðanna í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka.
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka. Mynd/E.Stefán

Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en fyrsti leikurinn er klukkan 16.00 á Ásvöllum.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur, Haukar unnu alla 4 deildarleikina en KR vann bikarleikinn sem var í 8 liða úrslitum. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, er með hæsta framlag allra leikmanna í leikjunum fimm og mikilvægi hennar sést líka á tölum hennar í eina tapleiknum þar sem hún lék aðeins í 16 mínútur vegna villuvandræða.

Kristrún Sigurjónsdóttir lék frábærlega í deildarleikjum Hauka og KR í vetur þar sem hún skilaði 28,5 framlagsstigum að meðaltali í leik.

Kristrún var með 24,5 stig að meðaltali í þessum fjórum leikjum auk þess að taka 8,5 fráköst, gefa 5,0 stoðsendingar og stela 3,8 boltum í leik. Kristrún nýtti 42 prósent þriggja stiga skota sinna og 85,7 prósent af 42 vítum sínum í þessum leikjum.

Í eina tapleiknum lenti Kristrún strax í villuvandræðum og lék á endanum í 16 mínútur. Hún náði á þeim tíma aðeins einu skoti á körfuna (sem hún hitti) og endaði leikinn með 4 stig (2 víti), 2 fráköst, 0 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 5 villur. Framlag hennar var aðeins upp á 7,0 framlagsstig eða 21,5 stigum lægra en að meðaltali í sigurleikjunum.

Hæsta framlag í leik í innbyrðisleikjum Hauka og KR í vetur:

1. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 24,2

2. Margrét Kara Sturludóttir, KR 18,0

3. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR 15,0

4. Slavica Dimovska, Haukum 14,2

5. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum 11,4

6. Helga Einarsdóttir, KR 11,0

7. Hildur Sigurðardóttir, KR 10,4

8. Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukum 9,7

9. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR 8,8

10. Guðbjörg Sverrisdóttir, Haukum 8,0

Flest stig í leik í leikjum Hauka og KR í vetur:

1. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 20,4

2. Slavica Dimovska, Haukum 20,2

3. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR 15,2

4. Hildur Sigurðardóttir, KR 14,6

5. Margrét Kara Sturludóttir, KR 9,7

6. Guðrún Ósk Ámundadóttir, KR 8,4

7. Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR 8,2

8. Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukum 8,0

8. Moneka Knight, Haukum 8,0

10. Guðbjörg Sverrisdóttir, Haukum 5,8

Flest fráköst í leik í leikjum Hauka og KR í vetur:

1. Margrét Kara Sturludóttir, KR 9,7

2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR 9,4

3. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum 8,8

4. Hildur Sigurðardóttir, KR 7,4

5. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 7,2

Flestar stoðsendingar í leik í leikjum Hauka og KR í vetur:

1. Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 4,0

2. Margrét Kara Sturludóttir, KR 3,7

3. Slavica Dimovska, Haukum 3,6

3. Hildur Sigurðardóttir, KR 3,6

5. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR 3,2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×