Hönnunarsafn upp á gátt 28. mars 2009 06:00 Einn af mörgum gripum Sveins Kjarvals. Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönnunarsafnið í Garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóðir sem almenningur hefur sjaldnast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfsfólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag. Þar muntu sjá íslensk húsgögn og húsbúnað frá 20. öld og til dagsins í dag. Þekkir þú Gullstólinn? Hver teiknaði Apollo-húsgögnin? Lampar og skrifborð, hillur, kollar og skatthol mæta þér í geymslunum en þar leynast einnig íslensk svefnherbergishúsgögn. Í húsakynnum safnsins gefst þér færi á að sjá ágætt yfirlit húsgagna teiknuðum af Sveini Kjarval. Í dag kl. E15 mun Arndís S. Árnadóttir listfræðingur flytja erindi og segja frá húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) í safnhúsi Hönnunarsafsins. Sveinn hefði orðið níræður á þessu ári og er kærkomið að minnast við þau tímamót þessa afkastamikla húsgagnahönnuðar. Sveinn Kjarval teiknaði bæði innréttingar og stök húsgögn. Í erindinu verður skoðað hvað húsgögn hans segja okkur um nútímalega húsgagnagerð, tíðarandann og hvernig samstarfi hönnuða við húsgagnaframleiðendur var háttað á þessum tíma. Í miðrými safnhússins getur að líta nokkur húsgögn Sveins í eigu safnsins. -pbb HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönnunarsafnið í Garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóðir sem almenningur hefur sjaldnast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfsfólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag. Þar muntu sjá íslensk húsgögn og húsbúnað frá 20. öld og til dagsins í dag. Þekkir þú Gullstólinn? Hver teiknaði Apollo-húsgögnin? Lampar og skrifborð, hillur, kollar og skatthol mæta þér í geymslunum en þar leynast einnig íslensk svefnherbergishúsgögn. Í húsakynnum safnsins gefst þér færi á að sjá ágætt yfirlit húsgagna teiknuðum af Sveini Kjarval. Í dag kl. E15 mun Arndís S. Árnadóttir listfræðingur flytja erindi og segja frá húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) í safnhúsi Hönnunarsafsins. Sveinn hefði orðið níræður á þessu ári og er kærkomið að minnast við þau tímamót þessa afkastamikla húsgagnahönnuðar. Sveinn Kjarval teiknaði bæði innréttingar og stök húsgögn. Í erindinu verður skoðað hvað húsgögn hans segja okkur um nútímalega húsgagnagerð, tíðarandann og hvernig samstarfi hönnuða við húsgagnaframleiðendur var háttað á þessum tíma. Í miðrými safnhússins getur að líta nokkur húsgögn Sveins í eigu safnsins. -pbb
HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira