Skúli vill annað sætið í Reykjavík 17. febrúar 2009 18:45 Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði. Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Skúli Helgason býður sig fram í forystusveit Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Skúli mun sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri flokksins sem fram fer 14. mars. Skúli hefur verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar undanfarin þrjú ár en hann hefur sagt starfi sínu lausu og hættir á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skúla. „Ég vil taka til hendinni og forgangsraða í þágu fjölskyldna í landinu. Ég legg mikla áherslu á að við þurfum að endurskoða uppbyggingu ríkiskerfisins. Það þarf að ráðast í víðtækar sparnaðaraðgerðir svo við höfum fjármagn til að setja í lausnir sem duga fyrir heimilin og fyrirtækin. Við þurfum að endurskoða fjárlagagerðina frá grunni, hagræða eða leggja niður verkefni sem ekki fela í sér nauðsynlega þjónustu við almenning til að skapa svigrúm fyrir velferðarþjónustuna, atvinnusköpun og menntamál," segir Skúli í tilkynningunni. Hann segir yfirstjórn ríkisins og þingið eiga að ganga á undan í sparnaðaraðgerðum með góðu fordæmi. Það megi fækka ráðuneytum, leggja niður kerfi aðstoðarmanna þingmanna, draga úr risnu- og ferðakostnaði, lækka verulega kostnað vegna nefnda og draga verulega úr launakostnaði æðstu stjórnenda ríkisins, t.d. með sameiningu stofnana. „Það er forgangsmál að fjölskyldurnar í landinu verði ekki gjaldþrota og að við náum að draga úr atvinnuleysi. Við þurfum að finna leiðir til að létta skuldabyrði heimila sem eru með verðtryggð og gengistryggð húsnæðislán. Það mun kosta verulegt fé og þess vegna vil ég að við tökum öll höndum saman, stjórnmálamenn, starfsmenn ríkisins, félagasamtök og almenningur og finnum leiðir til að spara á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Nú verðum við að bretta upp ermar og nota peningana í það sem skiptir mestu máli- fólkið í landinu," segir Skúli Helgason. Skúli leggur mikla áherslu á Evrópumál og telur að komandi kosningar muni ekki síst snúast um afstöðuna til Evrópusambandins. Aðild að Evrópusambandinu er lykillinn að því að færa þjóðinni efnahagslegan stöðugleika eftir hrun fjármálakerfisins og vísar veginn til betri lífskjara. Atvinnumálin þurfa að fá sérstakan forgang á næstu misserum: takmarkið ætti að vera að skapa þúsundir nýrra starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins, með því að ýta undir nýsköpun, vistvænan iðnað, hátækni og skýra forgangsröðun í samgöngumálum, þar sem höfuðborgarsvæðinu verði gert hærra undir höfði.
Kosningar 2009 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira