Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að ráða evrópska ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint til að vinna að samningagerð milli gömlu og nýju bankanna undir stjórn fulltrúa íslenskra stjórnvalda.
Verkefnið felst annars vegar í ráðgjöf vegna þeirra samninga sem þurfa að eiga sér stað á milli ríkisins fyrir hönd nýju bankanna og kröfuhafa þeirra gömlu í tengslum við uppgjör þeirra en hins vegar verður sérþekking fyrirtækisins nýtt til að skoða leiðir að uppgjörum bankanna.
Fjórum erlendum ráðgjafarfyrirtækjum var boðið að taka þátt í útboði vegna verkefnisins en tvö drógu sig í hlé vegna hagsmunatengsla, að því er segir á vef forsætisráðuneytis. - jab
