Með Claptonúti á engi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. mars 2009 06:00 Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley. Af hverju í ósköpunum skyldi hann hafa gert það? Hvað fær menn til að treysta einhverjum sem er með allt niðrum sig? Ekki nóg með það heldur lætur hann reyna á þolmörk samferðafólksins sem var almennilega til fara og þurfti að þola návist þessa útataða saurlífsseggs. Stöðvarstjórinn hefur verið meðvitaður um það að skuldir má afskrifa en mannsandann aldrei. Jafnvel þótt hann sé í lægstu skör niðurlægingarinnar. Og oft vill það nú verða þannig að sá sem þekkir lægðirnar fær oft viljann og máttinn til að lyfta mannsandanum í efstu hæðir. Og stöðvarstjórinn hafði á réttu að standa. Lífið er oft eins og rússibani og þó maður rekist á einhvern sem kominn er á fjóra fætur væri manni hollast að staldra við áður en hann er afskrifaður líkt og skuld fyrrverandi auðkýfings. Enda rættist heldur betur úr þessum unga manni, Eric Clapton að nafni, þó vissulega hafi hann lognast út af við sullið nokkrum sinnum síðan. Clapton hefur komist til æðstu metorða enda lyft anda ófárra upp til skýja með tónlist sinni. Hann hefur einnig opnað meðferðarstofnun fyrir vímuefnafíkla og því afeitrað marga sem áttu það á hættu að vakna illa á sig komnir úti á engi. Við Íslendingar erum einmitt núna nývaknaðir úti á engi eftir svakalegt svall og ástandið er ekki upp á marga fiska; kannski nokkrar gulldeplur. Samningsstaða okkar er því svipuð og hjá gítarleikaranum knáa í árdaga. Ég vil því benda sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sjálfsævisögu Erics Clapton, en hún er á tilboði núna, kostar ekki nema átta pund. Einnig geta skilanefndirnar eflaust nálgast íslensku þýðinguna í betri bókabúðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun
Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley. Af hverju í ósköpunum skyldi hann hafa gert það? Hvað fær menn til að treysta einhverjum sem er með allt niðrum sig? Ekki nóg með það heldur lætur hann reyna á þolmörk samferðafólksins sem var almennilega til fara og þurfti að þola návist þessa útataða saurlífsseggs. Stöðvarstjórinn hefur verið meðvitaður um það að skuldir má afskrifa en mannsandann aldrei. Jafnvel þótt hann sé í lægstu skör niðurlægingarinnar. Og oft vill það nú verða þannig að sá sem þekkir lægðirnar fær oft viljann og máttinn til að lyfta mannsandanum í efstu hæðir. Og stöðvarstjórinn hafði á réttu að standa. Lífið er oft eins og rússibani og þó maður rekist á einhvern sem kominn er á fjóra fætur væri manni hollast að staldra við áður en hann er afskrifaður líkt og skuld fyrrverandi auðkýfings. Enda rættist heldur betur úr þessum unga manni, Eric Clapton að nafni, þó vissulega hafi hann lognast út af við sullið nokkrum sinnum síðan. Clapton hefur komist til æðstu metorða enda lyft anda ófárra upp til skýja með tónlist sinni. Hann hefur einnig opnað meðferðarstofnun fyrir vímuefnafíkla og því afeitrað marga sem áttu það á hættu að vakna illa á sig komnir úti á engi. Við Íslendingar erum einmitt núna nývaknaðir úti á engi eftir svakalegt svall og ástandið er ekki upp á marga fiska; kannski nokkrar gulldeplur. Samningsstaða okkar er því svipuð og hjá gítarleikaranum knáa í árdaga. Ég vil því benda sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á sjálfsævisögu Erics Clapton, en hún er á tilboði núna, kostar ekki nema átta pund. Einnig geta skilanefndirnar eflaust nálgast íslensku þýðinguna í betri bókabúðum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun