Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 2-1 sigurinn gegn Wolfsburg í kvöld og hrósaði sérstaklega framlagi Ryan Giggs.
Giggs skoraði eimitt í kvöld sitt 150. mark á löngum og farsælum ferli með United.
„Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki hvernig ég á að bæta við allt það hrós sem ég hef veitt honum í gegnum árin en hann er einfaldlega stórkostlegur leikmaður.
Annars fannst mér liðið í heild sinni leika vel og markið hjá þeim kom gegn gangi leiksins. Ég var samt aldrei smeykur og vissi að markið myndi koma hjá okkur," sagði Ferguson í leikslok í gærkvöldi.