Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 23:45 David Beckham hefur verið að gera góða hluti með AC Milan. Mynd/AFP David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira