Auður Evrópu orðinn meiri en Bandaríkjanna 15. september 2009 15:01 Bandaríkin eru ekki lengur heimili mesta auðs í heiminum. Evrópa hefur velt Bandaríkjamönnum úr sessi hvað þetta varðar. Auðæfi Bandaríkjanna hafa minnkað mest af öllum landsvæðum heimsins nú ári eftir fall Lehman Brothers. Samkvæmt skýrslu frá The Boston Consulting Group minnkuðu auðæfi heimsins um tæp 12% á síðasta ári niður í rúmlega 92 trilljónir dollara. Hinsvegar minnkuðu auðæfi Bandaríkjanna mest af öllum þjóðum eða um tæp 22%. Til samaburðar má nefna að auðæfi Evrópu minnkuðu um 5,8% og voru tæplega 33 trilljónir dollara eða yfir þriðjungur af öllum auðæfum í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að auðæfi heimsins minnka milli ára. Aðeins einn heimshluti jók auðæfi sín á árinu eða Suður-Ameríka um 3%. Tala þeirra heimili þar sem milljónamæringar í dollurum búa fækkaði um tæp 18% á heimsvísu og voru í lok ársins um 9 milljón talsins. Heimilum með tekjur yfir 5 milljónir dollara fækkaði hinsvegar um 21,5%. Peter Damisch einn af höfundum skýrslunnar segir að auðæfin byrji ekki að aukast að nýju fyrr en á næsta ári. Það verði svo ekki fyrr en árið 2013 að þau ná aftur sömu stöðu og þau voru í árið 2007. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríkin eru ekki lengur heimili mesta auðs í heiminum. Evrópa hefur velt Bandaríkjamönnum úr sessi hvað þetta varðar. Auðæfi Bandaríkjanna hafa minnkað mest af öllum landsvæðum heimsins nú ári eftir fall Lehman Brothers. Samkvæmt skýrslu frá The Boston Consulting Group minnkuðu auðæfi heimsins um tæp 12% á síðasta ári niður í rúmlega 92 trilljónir dollara. Hinsvegar minnkuðu auðæfi Bandaríkjanna mest af öllum þjóðum eða um tæp 22%. Til samaburðar má nefna að auðæfi Evrópu minnkuðu um 5,8% og voru tæplega 33 trilljónir dollara eða yfir þriðjungur af öllum auðæfum í heiminum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2001 að auðæfi heimsins minnka milli ára. Aðeins einn heimshluti jók auðæfi sín á árinu eða Suður-Ameríka um 3%. Tala þeirra heimili þar sem milljónamæringar í dollurum búa fækkaði um tæp 18% á heimsvísu og voru í lok ársins um 9 milljón talsins. Heimilum með tekjur yfir 5 milljónir dollara fækkaði hinsvegar um 21,5%. Peter Damisch einn af höfundum skýrslunnar segir að auðæfin byrji ekki að aukast að nýju fyrr en á næsta ári. Það verði svo ekki fyrr en árið 2013 að þau ná aftur sömu stöðu og þau voru í árið 2007.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira