Nvidia metið á 615 billjónir króna Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 14:23 Jensen Huang, forstjóri Nvidia. AP/Manuel Balce Ceneta Fyrirtækið Nvidia varð í dag rúmlega fimm billjón dala virði, fyrst allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í heiminum. Virði hlutabréfa Nvidia hafa hækkað gífurlega í virði á undanförnum árum, samhliða miklum vexti í gervigreindargeiranum sen félagið framleiðir tölvubúnað sem er einkar vinsæll í gagnaver sem notuð eru til að keyra mállíkön heimsins. Til að ná þessum áfanga þurfti virði hlutabréfa Nvidia að fara í 205,76 dali á hlut en samkvæmt frétt Wall Street Journal fór virðið upp í 210 í dag. CNBC segir virðið hafa hækkað um fimm prósent í dag en rúm fimmtíu prósent á undanförnu ári. Fimm billjónir dala samsvara um 615 billjónum króna (615.000.000.000.000), lauslega reiknað. Nvidia er langverðmætasta fyrirtæki heims og er í raun stærra en AMD, Arm Holdings, ASML, Broadcom, Intel, Lam Reasearch, Micron, Qualcomm og Taiwan Semiconductor Manufacturing samanlagt. Þetta eru helstu keppinautar Nvidia á sviði örflaga og skjákorta, sem eru sérstaklega vinsæl þegar kemur að gagnaverum. Jensen Huang, forstjóri Nvidia, lýsti nýverið því yfir að forsvarsmenn fyrirtækisins byggjust við því að gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um kaup á örflögum fyrir fimm hundruð milljarða dala og að til stæði að gera sjö nýjar ofurtölvur fyrir bandarísk yfirvöld. Þá tilkynntu forsvarsmenn Nvidia einnig á dögunum að fyrirtækið myndi eignast stóran hlut í Nokia og að þau myndu saman vinna að þróun 6G fjarskiptatækni. Bólumyndun? Virði bandarískra tæknifyrirtækja hefur aukist gífurlega að undanförnu og þá að miklu leyti vegna mikilla væntinga til gervigreindar á komandi árum. Bæði Apple og Microsoft rufu til að mynda fjögurra billjóna dala múrinn í gær. Sjá einnig: Nvidia verðmætasta skráða fyrirtæki heims Forsvarsmenn tæknifyrirtækja hafa varið einstaklega miklum peningum í uppbyggingu innviða fyrir þróun gervigreindar. Þessar fjárfestingar fara að mestu í gagnver. Enn sem komið er, eru tekjur innan þessa geira þó tiltölulega litlar. Viðvaranir um mögulega bólumyndun heyrast víða þessa dagana. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur meðal annarra varað við mögulegri offjárfestingu í þessum geira. Bandaríkin Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð. 11. ágúst 2025 07:14 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Til að ná þessum áfanga þurfti virði hlutabréfa Nvidia að fara í 205,76 dali á hlut en samkvæmt frétt Wall Street Journal fór virðið upp í 210 í dag. CNBC segir virðið hafa hækkað um fimm prósent í dag en rúm fimmtíu prósent á undanförnu ári. Fimm billjónir dala samsvara um 615 billjónum króna (615.000.000.000.000), lauslega reiknað. Nvidia er langverðmætasta fyrirtæki heims og er í raun stærra en AMD, Arm Holdings, ASML, Broadcom, Intel, Lam Reasearch, Micron, Qualcomm og Taiwan Semiconductor Manufacturing samanlagt. Þetta eru helstu keppinautar Nvidia á sviði örflaga og skjákorta, sem eru sérstaklega vinsæl þegar kemur að gagnaverum. Jensen Huang, forstjóri Nvidia, lýsti nýverið því yfir að forsvarsmenn fyrirtækisins byggjust við því að gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um kaup á örflögum fyrir fimm hundruð milljarða dala og að til stæði að gera sjö nýjar ofurtölvur fyrir bandarísk yfirvöld. Þá tilkynntu forsvarsmenn Nvidia einnig á dögunum að fyrirtækið myndi eignast stóran hlut í Nokia og að þau myndu saman vinna að þróun 6G fjarskiptatækni. Bólumyndun? Virði bandarískra tæknifyrirtækja hefur aukist gífurlega að undanförnu og þá að miklu leyti vegna mikilla væntinga til gervigreindar á komandi árum. Bæði Apple og Microsoft rufu til að mynda fjögurra billjóna dala múrinn í gær. Sjá einnig: Nvidia verðmætasta skráða fyrirtæki heims Forsvarsmenn tæknifyrirtækja hafa varið einstaklega miklum peningum í uppbyggingu innviða fyrir þróun gervigreindar. Þessar fjárfestingar fara að mestu í gagnver. Enn sem komið er, eru tekjur innan þessa geira þó tiltölulega litlar. Viðvaranir um mögulega bólumyndun heyrast víða þessa dagana. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur meðal annarra varað við mögulegri offjárfestingu í þessum geira.
Bandaríkin Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð. 11. ágúst 2025 07:14 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa komist að fordæmalausu samkomulagi við tæknifyrirtækin Nvidia og Advanced Micro Devices um að 15 prósent af hagnaði fyrirtækjanna vegna sölu gervigreindar örflaga í Kína renni í ríkissjóð. 11. ágúst 2025 07:14