Fótbolti

Brunabjallan í lið með sænska liðinu Kalmar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður nóg að gera í Meistaradeildinni í kvöld.
Það verður nóg að gera í Meistaradeildinni í kvöld. Mynd/AFP

Sænska liðið Kalmar er ekkert í alltof góðum málum í undankeppni Meistaradeildarinnar fyrir seinni leik sinn á móti ungverska liðinu Debrecen seinna í dag. Debrecen vann fyrri leikinn 2-0 í Ungverjalandi og eru því í góðri stöðu en það er þó hætt við því að leikmenn liðsins mæti þreytulegir til leiks í dag.

Hvort sem það var vísvandi eða af völdum bilunar þá gekk brunabjallan í lið með sænska liðinu á hótelinu sem Ungverjarnir gista á. Þeir voru vaktir upp eftir miðnætti og skipað að rýma hótelið í öryggisskyni.

Forráðamenn hótelsins sögðu að um tæknibilun hafi verið að ræða en Ungverjarnir voru augljóslega ekki ánægðir. Nú er að sjá hvaða áhrif þetta óvænta næturbrölt þeirra hefur á leikinn í Kalmar í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×