Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vill helst ekki mæta Liverpool þegar dregið verður í 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni.
Liverpool og Chelsea hafa mæst þrisvar sinnum í undanúrslitum keppninnar síðustu fjögur ár, en það var ekki fyrr en í fyrra sem Chelsea tókst loks að hafa betur og komast í úrslitaleikinn. Lampard vill gjarnan sleppa við að mæta Liverpool enn eina ferðina.
"Kannski vill Liverpool ekki heldur lenda á móti okkur. Ég held að allir séu orðnir leiðir á þeirri rimmu. Það má vel vera að það verði örlög okkar að mæta Liverpool, en við tökum á því ef það gerist," sagði Lampard.