Sjálfsmark Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 4. febrúar 2009 06:00 Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna. Hann orti nefnilega: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þótt þú tapir það gerir ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið. En lífið sjálft er miklu kaldhæðnara en skáldið. Við höfum orðið vitni að því hvernig það spann örlagavef spjátrunganna sem ætluðu að sigra heiminn. Þeir fóru með bréfum og brigslum, en ekki báli og brandi eins og forfeðurnir, og í mars í fyrra þegar þeir voru um það bil búnir að sigra gjörvallan heiminn fór þá að gruna hið versta. „Ó mæ god! Það skyldi þó ekki hafa verið vitlaust gefið." Þeir eru ekki einir um að hafa verið fíflaðir. Gunnar Tómasson hagfræðingur sagði í Silfri Egils um helgina að þeir fræðingar sem starfað hafa allan sinn aldur eftir rökfræði frjálshyggjukenninganna væru í raun að spila lönguvitleysu. Þetta er verra en hlutskipti Ronaldos hins brasilíska knattspyrnukappa sem var á naríunum á hótelherberginu þegar hann komst að því að Lolíta sem kom með honum var í rauninni nær því að vera Lúlli. Það er misskilningur sem eyðileggur fyrir manni kvöldið (jú og eflaust tekur það nokkrar vikur að komast yfir sjokkið) en ekki heil starfsævi sem er byggð á misskilningi. Ég hef sjálfur látið fífla mig með misskilningi. Ég trúði því til dæmis að Bíldudalur yrði menningarlegt stórveldi uns græni bíllinn hans Garðars lagði upp laupana. Ég held líka enn þá með Ipswich Town í ensku deildinni sem segir sína sögu. Það er því best kunna sér hóf þegar markmið eru sett. Í stað þess að ætla sér að sigra heiminn er til dæmis ágætt að byrja bara á því að sigrast á næstu þraut. Rétt eins og í knattspyrnunni. Þar er alveg óhætt að fara fram með miklum hamagangi því þó að Stjáni negli í hausinn á mér, Nonni sparki í sköflunginn á mér og Trausti gabbi mig upp úr skónum þá er ég alltaf alveg hundrað prósent viss um að ég sé að sækja á rétt mark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna. Hann orti nefnilega: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þótt þú tapir það gerir ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið. En lífið sjálft er miklu kaldhæðnara en skáldið. Við höfum orðið vitni að því hvernig það spann örlagavef spjátrunganna sem ætluðu að sigra heiminn. Þeir fóru með bréfum og brigslum, en ekki báli og brandi eins og forfeðurnir, og í mars í fyrra þegar þeir voru um það bil búnir að sigra gjörvallan heiminn fór þá að gruna hið versta. „Ó mæ god! Það skyldi þó ekki hafa verið vitlaust gefið." Þeir eru ekki einir um að hafa verið fíflaðir. Gunnar Tómasson hagfræðingur sagði í Silfri Egils um helgina að þeir fræðingar sem starfað hafa allan sinn aldur eftir rökfræði frjálshyggjukenninganna væru í raun að spila lönguvitleysu. Þetta er verra en hlutskipti Ronaldos hins brasilíska knattspyrnukappa sem var á naríunum á hótelherberginu þegar hann komst að því að Lolíta sem kom með honum var í rauninni nær því að vera Lúlli. Það er misskilningur sem eyðileggur fyrir manni kvöldið (jú og eflaust tekur það nokkrar vikur að komast yfir sjokkið) en ekki heil starfsævi sem er byggð á misskilningi. Ég hef sjálfur látið fífla mig með misskilningi. Ég trúði því til dæmis að Bíldudalur yrði menningarlegt stórveldi uns græni bíllinn hans Garðars lagði upp laupana. Ég held líka enn þá með Ipswich Town í ensku deildinni sem segir sína sögu. Það er því best kunna sér hóf þegar markmið eru sett. Í stað þess að ætla sér að sigra heiminn er til dæmis ágætt að byrja bara á því að sigrast á næstu þraut. Rétt eins og í knattspyrnunni. Þar er alveg óhætt að fara fram með miklum hamagangi því þó að Stjáni negli í hausinn á mér, Nonni sparki í sköflunginn á mér og Trausti gabbi mig upp úr skónum þá er ég alltaf alveg hundrað prósent viss um að ég sé að sækja á rétt mark.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun