Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 25. júlí 2009 15:06 Sérsveit lögreglu var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Barðaströnd. Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt. Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt.
Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41