Fótbolti

Ferguson: Sanngjörn úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að úrslitin í leik sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld hafi verið sanngjörn.

„Þetta voru rétt úrslit. Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við bættum okkur í þeim síðari og vorum meira við boltann," sagði Ferguson eftir leikinn sem lauk með 2-2 jafntefli.

Carlos Tevez kom United í 2-1 á 85. mínútu en fjórum mínútum síðar skoraði Mariano jöfnunarmark Porto.

„Það var slæmt að fá þetta jöfnunarmark á okkur. Við hefðum átt að verjast þessu betur. Það var slæmt að tapa á þessu marki."

Ferguson sagði að leikurinn við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag hafi tekiði sinn toll. „Þetta hafa verið erfiðir dagar en leikmenn skorti einbeitingu í kvöld. Þegar maður nær 2-1 forystu og skammt til leiksloka eiga þeir ekki að tapa henni niður."

„Við eigum nú leik gegn Sunderland á laugardaginn og enn mikið í húfi hjá okkur. En þetta verður erfiður leikur í Porto, það er ekki nokkur spurning með það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×