Valur tekur á móti Hamri í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Þetta er annar leikur liðanna en Hamar vann fyrri leikinn, 72-63, og getur með sigri í kvöld tryggt sig inn í fjögurra liða úrslitin.
Ekki er samt ljóst hver andstæðingurinn Hamars yrði ef þær kæmust áfram.
Verkefnið yrði þó mjög erfitt enda yrði andstæðingurinn annað hvort Keflavík eða Haukar.