Körfubolti

Sigurður: Svona spilum við bara

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingimundarson er að gera góða hluti með Njarðvík.
Sigurður Ingimundarson er að gera góða hluti með Njarðvík. Mynd/Arnþór

„Hörkuleikur og tvö góð lið að spila. Bæði lið að spila góðan varnarleik og náðu ágætlega að taka vopnin frá hvor öðru. Ég er bara sáttur með sigur því þetta KR lið er gott lið," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigur gegn KR í kvöld.

Sóknarleikur Njarðvíkinga hefur verið ósannfærandi og liðið að skora lítið af stigum í sínum leikjum.

„Það er ekkert að, svona spilum við bara. Þetta mun koma hægt og rólega. Maður á ekki að vera toppa núna og það er ýmislegt sem við eigum margt eftir ólært og það kemur rólega. Byrjum á nokkrum hlutum og það kemur hægt og rólega."

Guðmundur Jónsson fór mikinn í liði Njarðvíkur í kvöld og skoraði 21 en hann tekur undir með þjálfara sínum og segir liðið enn þurfa að vinna mikið í leik sínum.

„Við vorum staðir og flæðið var ekki mikið hjá okkur. Við unnum þetta á vörninni enda erum ekki búnir að fara mikið yfir sóknarleikinn hjá okkur. Við erum búnir að skora bara rétt um 70 stig í undanförnum þremur leikjum. Þannig að þetta er bara vörnin sem er að vinna þetta fyrir okkur," sagði Guðmundur.

Liðin mætast að nýju á fösudag í Subway-bikarnum og Guðmundur telur að Njarðvíkingar hafi nú smá sálfræðilegt forskot fyrir þann leik.

„Það var fínt að sigra KR hérna í kvöld og brjóta þá niður fyrir föstudaginn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×