AGS spáir betri tíð í uppfærðri hagvaxtarspá 13. júní 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnni en fyrir tveimur mánuðum á horfur í efnahagslífi þjóðanna á næsta ári.Fréttablaðið/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira