Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 15:57 Helena var stigahæst hjá Íslandi Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira