West Ham er í dag sagt í enskum fjölmiðlum vera á höttunum eftir þýska sóknarmanninum Kevin Kuranyi sem leikur með Schalke í heimalandi sínu.
Hann skoraði í vikunni fjögur mörk í 5-1 sigri Schalke í þýsku úrvalsdeildinni og hefur skorað alls tólf mörk á tímabilinu.
Hann hefur alls skorað nítján mörk í 52 landsleikjum með Þýskalandi en hann átti einnig kost að spila með landsliðum Brasilíu, Panama og Ungverjalands. Faðir hans á ættir að rekja til Þýskalands og Ungverjalands, móðir hans er frá Panama og hann fæddist í Brasilíu. Hann valdi þó að spila með Þýskalandi.
Hann kom sér hins vegar í mikil vandræði í október síðastliðnum. Þá var hann ekki valinn í landsliðshópinn sem mætti Rússum en var þó í leikmannahópi liðsins. Hann sat upp í stúku en hvarf í hálfleik og lét ekki sjá sig á hóteli liðsins eftir leik.
Þetta gramdist Joachim Löw landsliðsþjálfara og forráðamönnum þýska knattspyrnusambandsins og fékk Kuranyi þau skilaboð að hann myndi aldrei aftur spila með þýska landsliðinu.
Þess má svo geta að fyrsta landsliðsmark Kuranyi skoraði hann í 3-0 sigri Þjóðverja á Íslandi í Hamburg árið 2003.
West Ham vill Kuranyi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn