Semja um flutninga vatns til fleiri landa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Sendiherra íslenska vatnsins. John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. Mynd/Anton „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. Markaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar.
Markaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira