Stórleik Paris St. Germain gegn Marseille í frönsku úrvalsdeildinni var í gær frestað eftir að leikmenn PSG greindust með svínaflensuna en allur leikmannahópur og aðstandendur félagsins sem ferðaðist til Marseille er nú í sóttkví.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki farið fram þá sáu stuðningsmenn félaganna ástæðu til þess að takast á í orðsins fyllstu merkingu og miklar óeirðir urðu fyrir utan leikvang Marseille í gærkvöldi og við aðallestarstöð borgarinnar.
Óreirðalögregla var kölluð til og beitti táragasi gegn um hundrað harðkjarnastuðningsmönnum PSG og Marseille.