IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 19. október 2009 21:30 Justin Shouse. Mynd/Stefán Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33) Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Stjörnumenn voru alltaf skrefinu á undan Keflvíkingum í kvöld en staðan var 37-33 heimamönnum í vil í hálfleik. Stjörnumenn leiddu áfram 57-54 fyrir lokaleikhlutann en Keflvíkingar jöfnuðu 60-60 áður en Stjörnumenn tóku yfirhöndina á nýjan leik og sigldu sigrinum í höfn eins og segir 82-73. Justin Shouse var atkvæðamestur hjá Stjörnunni með 24 stig en Jovan Zdravevski kom næstur með 22 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 20 stig og tók 18 fráköst. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson stigahæstur með 18 stig en Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig. Flestir bjuggust við sigri Grindvíkinga gegn Fjölnismönnum er liðin mættust í Grafarvogi og þó svo að það hafi verið niðurstaðan þá leit ekkert út fyrir það lengi vel. Jafnt var í hálfleik 44-44 en Fjölnismenn leiddu 71-68 fyrir lokaleikhlutann. Fjölnismenn héldu forystunni og voru 79-73 yfir þegar tæpar fimm mínútur lifðu leiks en Grindvíkingar voru ekki búnir að segja sitt síðasta. Þegar rúm mínúta var eftir voru Fjölnismenn með 85-81 forystu en hún reyndist skammgóður vermir því Grindvíkingar skoruðu níu stig á lokakaflanum án þess að Fjölnismenn gætu svarað fyrir sig. Mestu munaði um þriggja stiga körfu Þorleifs Ólafssonar þegar rúmar tuttugu sekúndur voru eftir af klukkunni en hún breytti stöðunni í 85-86 fyrir gestina og heimamenn gátu ekki svarað því. Lokatölur urðu 85-90 í leik sem Fjölnismenn voru með í hendi sér lengi vel. Amani Daanish var stigahæstur hjá Grindavík með 29 stig en Páll Axel Vilbergsson skoraði 20 stig og Þorleifur Ólafsson 18 stig. Hjá Fjölni var Christopher Smith atkvæðamestur með 23 stig en Ægir Þór Steinarsson skoraði 17. Þá gerðu Snæfellingar góða ferð til Kópavogs og unnu 62-81 sigur gegn Breiðabliki. Heimamenn leiddu 18-14 eftir fyrsta leikhlutann en eftir það sáu þeir vart til sólar og sigur Snæfells var aldrei í hættu. Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 26 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 18 stig og 21 frákast. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 20 stig.Úrslit kvöldsins: Breiðablik-Snæfell 62-81 (29-40) Fjölnir-Grindavík 85-90 (44-44) Stjarnan-Keflavík 82-73 (37-33)
Dominos-deild karla Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira