Chelsea mætir Liverpool á eftir á Anfield í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og það þykir mörgum skondið að Guus Hiddink, stjóri liðsins, er með alla fyrrum sigurvegara í Meistaradeildinni á bekknum hjá sér. Það er hinsvegar enginn fyrrum meistari í byrjunarliðinu.
Þeir Deco (Porto 2004), Juliano Belletti (Barcelona 2006), Nicolas Anelka (Real Madrid 2000) og Ricardo Carvalho (Porto 2004) hafa allir unnið Meistaradeildina en þeir eru allir á varamannabekknum í leiknum kvöld.